Myndhöfundur Halldór Baldursson
Áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól sem er í logandi vandræðum. Það er eldgos í Vindavík, Bjössi byssó flytur í götuna, Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón. Halldór Baldursson teiknar sem fyrr veröld Fíusólar.
Fíasól er í logandi vandræðum! Hjálparsveit Fíusólar stendur í stórræðum. Það er eldgos í Vindavík og Alla Malla og Stebbi flýja í Grænalund. Bjössi byssó flytur í götuna. Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón og þau Ingólfur Gaukur rífast miklu meira en venjulega. „Hann hefur meira að segja sagt við hana að hún sé barnaleg. Og nokkrum sinnum! Og eins og það sé eitthvað slæmt að vera barnalegur?… Að vera barnalegur er að vera klár, sniðugur, hugrakkur og duglegur!“
Þetta er áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Sem fyrr teiknar listamaðurinn Halldór Baldursson veröld Fíusólar og bókaverðlaunaslóðin er löng á eftir þeim öllum!