Óðinn og Loki ferðast til Bjarmalands til að grennslast fyrir um hvers vegna íbúarnir séu hættir að blóta guðina. Þar komast þeir í kast við illyrmið Geirröð konung og jötnameyjar hans, og að lokum sér Loki sitt óvænna og sækir Þór. En hvaða gagn er í þrumuguðinum ef hamarinn Mjölnir verður eftir heima?
Í bókaflokknum vinsæla um Goðheima eru sögur af norrænu goðunum sagðar á skýran og skemmtilegan hátt, kryddaðar óborganlegum húmor. Gegnum eld og vatn er tólfta bókin í flokknum og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku.
Bjarni Frímann Karlsson þýddi.