Í þessari bók bregður rithöfundurinn Joseph Roth (1894-1939) upp einstakri mynd af hlutskipti gyðinga í Austur-Evrópu á öndverðri tuttugustu öld – fátækt þeirra, rótleysi, ótta og vonum sem varð til þess að þeir freistuðu gæfunnar á fjarlægum slóðum. Roth fylgir þeim eftir og lýsir með ljóslifandi hætti nýjum heimkynnum gyðinga, afkomu þeirra og aðlögun í stórborgunum Vín, Berlín, París og New York. Bókin er í senn merkileg söguleg heimild og áhugaverð greining á átakamiklu efni í sögu Evrópu á tuttugustu öld. Bókinni fylgir eftirmáli sem Roth ritaði árið1937, tíu árum eftir að bókin kom fyrst út, en þá þegar hafði hann gert sér grein fyrir þeirri lífshættulegu ógn sem gyðingum stafaði af nasistum.
Gyðingar á faraldsfæti
3.995 kr.
Lítið magn á lager