Í bókinni er að finna, í tvímála útgáfu, heildarsafn þýðinga – af spænsku á íslensku – á ljóðum eftir síleska ljóðskáldið Pablo Neruda (1904-1973), sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1971. Þetta er í fyrsta sinn sem umrædd ljóð koma út í heildstæðu ljóðasafni og er markmiðið að gera þau aðgengileg öllum þeim fjölmörgu sem áhuga hafa á ljóðlist, ljóðagerð Neruda, íslenskum þýðingum á verkum hans og ekki hvað síst þýðinga- og fagurfræði. Ekki er um frumþýðingar að ræða, heldur endurútgáfu ljóðaþýðinga sem margar hverjar birtust fyrir margt löngu og ekki eru aðgengilegar almenningi.
Ritstjóri: Hólmfríður Garðarsdóttir.
Hafið starfar í þögn minni – Neruda poemas – Tvímála útgáfa
3.495 kr.
Out of stock