Í tíunda bekk hvílir margt á vinkonunum þremur, þeim Rakel, Millu og Lilju. Það er menntaskólavalið óyfirstíganlega, hvert þær stefni í lífinu yfirleitt, já og svo þessar yfirnáttúrulegu furðuverur sem virðast elta þær á röndum. Eftir að hafa komist í kast við bæði vampírur og dreka hefur hversdeginum sannarlega verið kollvarpað og stelpurnar ættu hvorki að kippa sér upp við að mæta einhyrningum né garðálfum – hvað þá mun skuggalegri verum.
Heimsendir, hormónar og svo framvegis er seinasta bókin í æsispennandi furðuveruþríleik. Fyrri bækurnar hafa rakað inn verðlaunum, tilnefningum og upprifnum unglingabókalesendum.