Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsti íþróttaviðburður veraldar. Það er sama hvað hver segir, engin íþrótt jafnast á við fótbolta að dramatík, vinsældum og spennu. Og engin keppni jafnast á við HM í fótbolta, sem haldin er á fjögurra ára fresti. HM 2022 er beðið með óþreyju um allan heim. Lestu allt um hetjurnar á HM!
Það er sama hvað hver segir, engin íþrótt jafnast á við fótbolta að dramatík, vinsældum og spennu. Og engin keppni jafnast á við HM í fótbolta, keppnina sem haldin er á fjögurra ára fresti og er ávallt beðið með óþreyju um allan heim.
Í þessari bók segir frá helstu snillingum heims meistaramóta samtímans: Mbappé, Messi, Cristiano Ronaldo, Kane, De Bruyne, Lewandowski, Benzema og mörgum fleirum.
Hverjir eru þeir, hvað geta þeir og munu þeir handleika HM-styttuna í nánustu framtíð? Jafnframt er farið yfir sigursælustu og sigurstranglegustu liðin. Frakkar eru ógnarsterkir um þessar mundir enda með eina sterkustu framlínuna. Karlalið Englendinga vill alltaf fá „fótboltann heim“. Sambabolti Brasilíumanna á sér fjölmarga aðdáendur og seigla Þjóðverja er alkunn. Svo skal aldrei afskrifa lið Belga eða Hollendinga.
Heilmikið má hér einnig finna um sögu HM og afreksmenn fyrri tíma.