Sumir segja að þessi skáldsaga flokkist undir dystópíur. Í ekki allt of fjarlægri framtíð á Hilda í baráttu við öldrunariðnaðinn í líki fyrirtækisins Futura Eterna sem sér um skipulagningu ævikvöldsins.
Hún er ljóðelsk kona, telst vera komin á „aflifunaraldur“ en sættir sig ekki við þá skilgreiningu og atburðarásin tekur óvænta stefnu. Spennandi, harmræn og launfyndin framvinda með óvæntum endi kallast á við óvenjulegt pestarástand samtímans með gagnrýnum undirtón.