Myndhöfundur Lidia Di Blasi
Þýðandi Jón Már Halldórsson
Hér lifnar við fjöldi mikilfenglegra útdauðra dýra, sem eitt sinn byggðu jörðina, í glæsilegum teikningum. Stórglæsileg og áhugaverð bók með mögnuðum teikningum.
Jörðin er stöðugt að breytast. Meginlöndin hreyfast, yfirborð sjávar hækkar og lækkar, loftslagið verður heitt eða mjög kalt, eldfjöll gjósa, smástirni falla… Lífverur breytast líka. Aðeins þær sem laga sig að umhverfi sínu lifa af, hinar deyja út og aðrar koma í staðinn. Það kallast náttúruval. Frá iðnbyltingunni hafa bæði plöntur og dýr orðið fyrir miklum áföllum og hörfað hraðar vegna áhrifa mannsins. Í þessari bók minnumst við dýranna sem voru hér á undan okkur, sum í milljónir ára lengur en Homo sapiens hefur byggt þessa dýrmætu plánetu okkar, og eru ekki lengur til. Við skoðum hvernig þau voru, hvernig þau lifðu og hugsanlegar orsakir útrýmingar þeirra.