Í þessari skáldsögu segir af 12 ára dreng sem elst upp í Jerúsalem á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Breskir hermenn standa vörð á götunum. Sprengjur og skothvellir halda vöku fyrir fólki á nóttunni. Drengurinn dreymir um að vinna hetjudáðir en raunveruleikinn er annar. Freistingar og ásakanir um svik verða hvarvetna á vegi drengsins sem þráir það eitt að vaxa úr grasi. Kynni hans af bókhneigðum enskum liðþjálfa og töfrandi ungri konu verða að lokum til að kollvarpa svarthvítri heimsmynd hans.
Amos Oz (1939–2018) var ísraelskur skáldsaganhöfundur, blaðamaður og prófessor. Hann skrifaði um 40 bækur, þar af 14 skáldsögur. Bækur eftir hann hafa verið þýddar á yfir 45 tungumál. Oz var sæmdur fjölmörgum virtum bókmenntaverðlaunum, svo sem verðlaunum kenndum við Franz Kafka, Heinrich Heine, Goethe, Primo Levi, Siegfried Lenz, Ovid, Stig Dagerman og Ísrael.
Árni Óskarsson þýddi.
„Einn frábærasti prósahöfundar samtímabókmennta.“ The Times
„Lönd þarfnast rithöfunda sem eru rödd samvisku þeirra. Í Ísrael er það Oz.“ Washington Post
„Stundum kemur það fyrir að maður skynjar snilligáfu … Í tilviki Amos Oz verður að bæta við visku og von.“ New York Times