Að morgni 12. ágúst 2022 stóð Salman Rushdie á sviði Chautauqua-stofnunarinnar í Pennsylvaniu og bjóst til að halda fyrirlestur um öryggi rithöfunda þegar svartklæddur maður með svarta grímu kom æðandi að honum með brugðinn hníf. Fyrsta hugsun hans var: Svo það ert þú. Þú ert mættur. Á eftir fylgdi hryllileg árás sem skók ekki aðeins bókmenntaheiminn heldur veröldina alla.
Hér segir Rushdie í fyrsta sinn frá skelfilegum atburðum þessa dags og því sem á eftir fylgdi, sem og leiðinni til bata með dyggum stuðningi og umhyggju eiginkonu sinnar Elizu, fjölskyldunnar, heils hers af læknum og sjúkraþjálfurum, auk lesenda um heim allan.
Hnífur er meistaraleg og afar opinská frásögn eins fremsta rithöfundar okkar tíma, skrifuð af knýjandi þörf og alvöruþunga; margháttað verk sem er í senn persónuleg saga, lofsöngur til lífsins, hugleiðing um ást og missi en einnig hjartnæm áminning um það hvernig nota má bókmenntir til þess að varpa ljósi á hið óskiljanlega – og finna smám saman styrkinn til að rísa upp að nýju.
Salmann Rushdie á að baki stórbrotinn feril og hefur hlotið fjölda virtra verðlauna fyrir skrif sín. Meðal verka hans eru fimmtán skáldsögur, þar af fimm sem hafa ýmist verið tilnefndar til eða fengið Booker-verðlaunin. Verk hans hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál.
Árni Óskarsson þýddi.