Hungrið sverfur að í Reykjavík. Krúnan stendur í stríði á megin landinu, samveldið Kalmar riðar til falls og afskekkt nýlendan Hrímland líður fyrir ástandið. Margir flýja borgina í örvæntingarfullri leit að betra lífi og meðal þeirra er Elka sem siglir til Vestmannaeyja með Sölva son sinn. Þar taka meðlimir kirkju djúpsins þeim opnum örmum en Sölvi er fljótur að átta sig á að ekki er allt sem sýnist.
Seiðskrattinn Kári hefur burðast með hryllilegt leyndarmál allar götur síðan hann lenti í árásinni í Svartaskóla á námsárum sínum. Þegar honum berst spennandi boð um að taka þátt í leynilegum hálendisleiðangri undir stjórn hins virta dr. Vésteins Alrúnarsonar hugsar hann sig ekki tvisvar um. En hann órar ekki fyrir raun verulegum og ógeðfelldum tilgangi ferðalagsins.
Seiðstormur er sjálfstætt framhald Skammdegisskugga og síðari bókin í hinum magnaða Hrímlandstvíleik Alexanders Dan. Sögurnar hafa báðar komið út hjá furðusagnaforlaginu Gollancz í Bretlandi og hjá Titan Books í Bandaríkjunum. Þær hafa vakið athygli fyrir ferska og frumlega úrvinnslu á íslensk um menningararfi.
Alexander Dan skipaði sér í fremstu röð íslenskra furðusagnahöfunda með fyrstu skáldsögu sinni árið 2014 og hefur á síðustu árum verið að hasla sér völl í hinum enskumælandi heimi.