Ljósið dvínar, lokast brá.
Lætur vel í eyrum þá
ómur æskusöngva.
Ilmreyr er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til formæðra og -feðra sem háðu sitt lífsstríð við úthafsölduna vestur á fjörðum og áttu líka glímutök við brimöldur hjartans – þær sömu og fylgt hafa mannkyninu frá upphafi vega og gera enn.
Í bókinni vefast sjálfsævisöguleg efnistök saman við sagnfræði, þjóð – fræði, skáldskap og skemmtun. Hér segir frá samskiptum og samspili kynja og kynslóða, ástum, bernsku – brekum, hversdagslífi, ævintýrum og mögnuðum örlögum.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Ís[1]lands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Ilmreyr er áttunda bók hennar en bókin Lífgrös og leyndir dómar var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019.