Þegar baráttukona missir mann sinn og yfirvöld vilja taka börnin snýst hún öndverð og verður baráttukona fyrir réttindum mæðra. Katrín Pálsdóttir gekk í Kommúnistaflokk Íslands 1930 og sat um árabil í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hér er rakin baráttusaga kvenna á fyrri hluta 20. aldar.
Katrín Pálsdóttir (1889-1952) missti eiginmann sinn árið 1925 frá níu börnum og vilji yfirvalda stóð til þess að koma börnunum fyrir sem hreppsómögum austur í Landsveit. Eftir að hafa unnið þá orrustu að halda fjölskyldunni varð Katrín einörð baráttukona fyrir réttindum og kjörum mæðra sem stóðu í svipuðum sporum. Katrín gekk í Kommúnistaflokk Íslands árið 1930 og gegndi þar trúnaðarstörfum og var um árabil bæjarfulltrúi í Reykjavík, en einnig stofnandi fjölda félaga og nefnda sem börðust fyrir bættum hag mæðra og barna. Hér birtist saga einstæðra mæðra á fyrri hluta 20. aldar sem bjuggu við stöðugan ótta við að börnin yrðu af þeim tekin. Katrín lét eftir sig mikið safn greina og bréfa og sagan er hér sögð með sýn þess sem þekkti af eigin raun öryggisleysi og neyð mæðra þegar eina opinbera aðstoðin var nauðungarvistun hreppsómagans.
Höfundurinn Sigurrós Þorgrímsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi og alþingismaður hefur um árabil unnið úr gögnum Katrínar ömmu sinnar. Hún segir hér söguna frá sjónarhóli baráttukonunnar sem hafði jöfnuð manna að leiðarljósi.