Poki með líkamsleifum finnst uppi í tré í skerjagarðinum. Um svipað leyti berast lögreglunni flóknar gátur en með því að ráða þær má koma í veg fyrir raðmorð. Lögreglufulltrúarnir Joona Linna og Saga Bauer keppast við að leysa þrautirnar en morðin hrannast upp og gáturnar verða sífellt óskiljanlegri. Hver er þessi raðmorðingi og hvernig tengist hann Joona og Sögu? Hefur könguló tekist að flækja þau í vef sinn?
Lars Kepler er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Svíþjóðar en á bak við höfundarnafnið eru hjónin Alexandra og Alexander Ahndoril. Köngulóin, sem var mest selda bókin í Svíþjóð árið 2022, er sú níunda um finnsk-sænska lögreglumanninn Joona Linna.
Hilmar Helgu- og Hilmarsson þýddi.