Bræðurnir Carl og Roy Opgard eru eiginlega í furðu góðum málum. Þrátt fyrir að hafa ýmsa misalvarlega glæpi á samviskunni hefur þeim tekist að koma ár sinni vel fyrir borð á æskuslóðunum Ósi. Carl stýrir hóteli og heilsulind þorpsins en Roy rekur bensínstöðina og hugar að opnun skemmtigarðs til að trekkja að ferðamenn.
Veldi bræðranna riðar til falls þegar erkióvinur þeirra, lögreglustjórinn Kurt Willumsen, kemst í kynni við nýja tækni sem hann telur geta sannað sekt þeirra í óupplýstum morðum. Óveðursskýin – og líkin – hrannast upp og bræðurnir lenda í blóðugu kapphlaupi við réttvísina.
Kóngurinn af Ósi, sem er sjálfstætt framhald Kóngsríkisins, er hörkuspennandi glæpasaga eftir meistara Jo Nesbø sem bregst ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn.
Bjarni Gunnarsson þýddi.