Tilnefnd til bestu ljúflestrarbókarinnar í Bretlandi: Romance of the Year Awards 2019
Velkomin í Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn þar sem kanililmur fyllir loftið, heita kakóið er silkimjúkt – og rómantíkin er handan við hornið …
Kate Sinclair finnst líf hennar í London vera fullkomið. Hún á hrífandi kærasta og nýtur velgegngi í starfi. En þá svíkur kærastinn hana og hreppir sjálfur stöðuhækkunina sem hún hafði sóst eftir. Niðurbrotin fer hún að efast um sjálfa sig og allt – og verður einfaldlega að komast burt. Við kertaljós, notalegar kvöldstundir og rómantískar gönguferðir um fagrar steinlagðar götur Kaupmannahafnar uppgötvar Kate hvernig á að njóta lífsins á danska vísu.
Munu leyndardómar hygge-stemningarinnar leiða til eilífrar hamingju?
Kristín V. Gísladóttir þýddi.