„Dyrnar á kofanum eru skakkar, lúin hurð hangir á efri hjörunum og skagar út í dyraopið. Myrkrið fyrir innan er myrkrið á milli stjarnanna. Myrkrið sem hefur reynt að troða sér inn í vitund mína, þrýst á skjáina. Ef ég fer inn þá rýf ég himnuna sem hefur aðskilið okkur. Punkturinn á kortinu er ekki bara hnit. Þetta er vendipunktur. Ef ég geng inn í myrkrið verður ekki aftur snúið.“
Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Allir hafa ráð á reiðum höndum – læknirinn, sálfræðingurinn, vinkonurnar – en ekkert þeirra fær að heyra alla söguna. Hún segir engum frá leyndarmálunum sem hrannast upp og stigmagnast; frá földu hnífunum, læstu dyrunum, týndu köttunum; frá myrkrinu sem er ólíkt öllu öðru myrkri. Iðunn segir engum frá henni.
HILDUR KNÚTSDÓTTIR hefur skrifað skáldskap fyrir börn og fullorðna en er þekktust fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarnanna er martraðakennd samtímasaga sem dregur lesendur inn í myrkustu kima Reykjavíkur