Hjalti veit ekki sitt rjúkandi ráð. Kærastan er farin frá honum, hann á bágt með svefn og í ofanálag sér hann ímyndaðar veggjalýs alls staðar. Það er því þreyttur og tættur maður sem ber að dyrum hjá nágrönnunum til að kvarta yfir hávaða – en þar er honum óvænt tekið opnum örmum og áður en hann veit af er hann kominn á bólakaf í hugleiðslu og kakódrykkju. En ekki er allt sem sýnist í sjálfshjálparhópnum Kakófylgingunni.
Óbragð er grátbrosleg ástar- og ferðasaga, full af skrautlegum persónum og skemmtilegum vendingum.
Guðrún Brjánsdóttir vann samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020 með nóvellunni Sjálfstýringu. Áður hafði komið út eftir hana ljóðabókin Skollaeyru. Óbragð er fyrsta skáldsaga hennar í fullri lengd en sagan kom nýlega út hjá danska forlaginu