Plómukjarninn er heili
undir púðurhúð
sætu kjöti
sem loðir við hann
límist
við fellingar og rifur
felur sig í skorunum
dísætur síætur
plómukjarninn er gömul kona
man allt
sem gerðist
og ekki
Sunna Dís Másdóttir er ein Svikaskálda. Ásamt þeim hefur hún gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd, Ég er fagnaðarsöngur og Nú sker ég netin mín og skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Plómur er fyrsta ljóðabók hennar.