Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Hér er lýst sviptingasamri jarðasögu, frá eignarhaldi Vatnsfirðinga fyrr á tímum til áhrifa heimamanna og Ögurmanna.
Mikil útgerð þróaðist í Hnífsdal upp úr miðri 19. öld og myndaðist stórt þorp með hátt í 500 íbúum. Voru aflaverðmætin sem komu þar á land með því mesta á landinu og mannlífið gróskumikið.
Hér er einnig sögð saga stéttaátaka á milli verkafólks og land¬eigenda á þriðja áratug 20. aldar. Upp úr þeim urðu langvar¬andi málaferli í svonefndu Hnífsdalsmáli milli Ísafjarðarkrata og ¬Hálfdáns Hálfdánssonar hreppstjóra í Búð, sem var ásakaður um atkvæðafölsun, og höfðu þau mikil og varanleg áhrif á stjórnmálalíf landsins.
Þessi bók er metnaðarfullt fræðiverk en einnig heillandi saga Hnífsdælinga fram á okkar daga ? stór saga af litlu þorpi sem markaði spor í sögu þjóðarinnar.
Kristján Pálsson er uppalinn á Ísafirði. Hann hefur starfað sem sjómaður og útgerðarmaður, sem sveitarstjóri á Suðureyri og sem bæjarstjóri í Ólafsvík og í Njarðvík. Þá sat hann á Alþingi í átta ár. Eftir farsælan feril í útgerð og stjórnmálum lauk Kristján meistaraprófi í sagnfræði við Háskóla Íslands.