Rannsókn var gerð á þann hátt að rætt var við fimmtíu alkóhólista sem höfðu náð því að lifa allsgáðu lífi. Þeir voru beðnir að svara nokkrum spurningum um hvað þeir hefðu gert til að ná þessum árangri. Niðurstöðurnar sýndu hvað var sameiginlegt með þessu fólki. tilgangurinn var að draga fram mynd af því hvaða leiðir duga best til að ná sér frá vímufíkninni.
Niðurstöðurnar eru mjög afgerandi. Leiðin til batans er einföld en ekki endilega auðveld.