Þýðandi Ingunn Snædal
Jörðin, pláneturnar, sólkerfið, geimstöðvar og alheimurinn! Ótrúlega fróðleg og aðgengileg bók um allt sem krakkar vilja vita um heiminn þarna úti!
Plánetan okkar, jörðin, og mannkynið með, er hluti af gríðarstórum alheimi þar sem við erum aðeins agnarsmáir nýgræðingar.
Þegar við horfum upp í stjörnubjartan himin leita stundum á okkur alls konar spurningar: Hve stór er alheimurinn? Hefur hann alltaf verið eins og hann er núna? Af hverju er himinninn svartur á nóttunni og blár á daginn? … Fólk hefur spurt sig þessara sömu spurninga, og margra fleiri, frá upphafi vega. Í þessari bók má finna, á einföldu máli, mörg þeirra svara sem maðurinn hefur komist að við rannsóknir sínar á alheiminum.
Bókin inniheldur stóra, innfellda mynd af sólkerfinu!