Skyndilega er gífurlegt magn falsaðra peningaseðla í umferð í Víkurbæ. Lalli og Maja trúa varla sínum eigin augum þegar vísbendingarnar leiða þau að Víkurbæjarskóla. Til að finna sökudólginn þarf að safna fingraförum með mikilli útsjónarsemi og meira að segja spæja langt fram á kvöld.
Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á aldrinum 6–10 ára lesa Ráðgátubækur Martins Widmark aftur og aftur – og í hvaða röð sem er.
Íris Baldursdóttir þýddi.