Eftir sambandsslit hrökklast Hallgrímur heim úr leiklistarnámi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og draugar elta hann hvert fótmál. Stóra bókin um sjálfsvorkunn fjallar í senn um par að stíga sín fyrstu skref í heimi fullorðinna, gömul fjölskylduleyndarmál og ungan mann sem bisar við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Ingólfur Eiríksson vakti mikla athygli með bók sinni Klón – Eftirmyndasaga sem út kom fyrr á þessu ári. Áður hafði hann sent frá sér ljóðabókina Línulega dagskrá. Þetta er fyrsta skáldsaga hans.
Stóra bókin um sjálfsvorkunn
4.950 kr.
Out of stock