Stúfur er kominn með kappnóg af því að vera minnsti jólasveinninn sem allir gera grín að! Hann stormar út úr Jólahellinum í fússi og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar eftir að hafa brotlent sleða sínum ? því annars verða engin jól! Þeir félagar flækjast á milli helstu furðuvera Íslands í leit sinni að ráðum til að bjarga jólunum. Þeir snúa snúa vörn í sókn og ná að safna saman ýmsum kynjagripum sem búa yfir töframætti … en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum í tæka tíð?
Í þessari einstöku bók, sneisafullri af klikkuðum húmor fyrir börn, unglinga (og vonandi líka fyrir fullorðna), leiðir höfunduri saman íslensku jólasveinana og þann ameríska á snilldarlegan hátt.