Þórir Baldvinsson var í senn framúrstefnumaður í arkitektúr og hugsjónamaður í baráttu fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann varð fyrstur íslenskra arkitekta til að kynna nýjar húsnæðislausnir í anda funksjónalisma og var frumkvöðull í gerð slíkra bygginga hér á landi. Þórir teiknaði einnig fjölmargar opinberar byggingar; héraðsskóla, kaupfélagshús, samkomuhús og verksmiðjuhús vítt og breitt um landið og þekktar byggingar í Reykjavík eins og Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og Mjólkurstöðina við Laugaveg sem nú hýsir Þjóðskjalasafnið. Helsta starf Þóris var hinsvegar að veita Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Úlfur Kolka sér um útlit bókarinnar en hana prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga. Ritstjóri er Ólafur J. Engilbertsson.
Þórir Baldvinsson arkitekt
8.895 kr.
Lítið magn á lager