Í þessari bók bregður höfundur á leik í tilefni af níræðisafmæli sínu og birtir ýmis minningaleiftur frá langri og viðburðaríkri ævi. Hann spjallar við lesendur í þeim stíl sem hefur verið kallaður causeries á mörgum erlendum málum.
„Og gleymum svo ekki að við lifum á mörgum tímum í senn, á mörgum stöðum og ekki allir eins, ekki einu sinni í minningunni. Og kannski gætum við lesið hugarleiftrin með umburðarlyndu brosi?“