Tinna er í sínu fyrsta ferðalagi með skátunum þegar óveður og óvæntir atburðir breyta ævintýrinu í martröð. Hóparnir eru sendir út um miðja nótt að leysa þrautir en Tinnu hættir að lítast á blikuna þegar vísbendingarnar verða sífellt skrítnari og óhugnalegri. Skyndilega skellur á blindbylur og Tinna verður viðskila við hópinn …
Alein í ískaldri og hrjóstrugri náttúrunni áttar hún sig á að hún ratar ekki aftur í skálann. Þar að auki verður tilfinningin um að eitthvað, eða einhver, fylgist með henni úr fjarlægð stöðugt sterkari. Hvar eru allir hinir og hvernig á hún að komast til baka þegar hún veit ekki einu sinni hvar hún er? Getur veirð að draugasagan sem Bjarni skátaforingi sagði þeim fyrsta kvöldið sé sönn? Að einhvers staðar, þarna í myrkrinu leynist rjúpnaskyttan hræðilega?