Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki.
Hægt er að afla sér þekkingar á verkefnastjórnun m.a. með því að lesa sér til um hana, bæði í tímaritum og fræðibókum, eða sækja ráðstefnur og námskeið helguð henni. Reynslan fæst á hinn bóginn með því að vinna að sem flestum verkefnum og er þá ekki síður miðkilvægt að læra af öðrum.
Þessi bók hjálpar þér að verða betri verkefnastjóri og ná markmiðum þínum. Með því að lesa og leysa þau verkefni sem þar er að finna eykst skilningur þinn á faginu og færni í að nýta þér verkfæri verkefnastjórnunar.