Bókin Viltu koma að sauma? hefur að geyma hugmyndir og aðferðir að fjölbreyttum textílverkefnum sem henta vel fyrir leikskólabörn sem og börn í fyrstu bekkjum grunnskóla. Eins hentar hún vel fyrir dægradvalir og frístundaheimili grunnskólanna.
Textílnám er góður grunnur að samþættu og skapandi skólastarfi. Í gegnum textílverkefnið “Viltu koma að sauma” sem fram fór á Hilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi er góð reynsla. Textílvinnan styður við skemmtilegt nám þvert á námsgreinar, s.s. málþroska, hljóðkerfis-, stærðfræði-og hugtakaskilning, orðaforða, fínhreyfingar og skapandi hugsun.
Í textilvinnunni eru börnin að öðlast grunnfærni við að nota ýmiss áhöld og efnivið sem tengjast vinnunni s.s. nál, skæri, þráður o.fl. það leiðir þau síðan til þroska í þeirri vinnu sem þau eru að takast á við og styrkir þar með ályktunarhæfni og rökhugsun. Þau eru að æfa samhæfingu hugar og handa. Það er stuðlað að sterkari sjálfsmynd sem er nausynleg í öllu námi og velgengni í lífinu. Börnin eru mjög áhugasöm fyrir þessa vinnu og stolt af verkum sínum