Leiðbeiningar fyrir rafbækur

Nauðsynlegt er að lesa leiðbeiningar og skilmála vel áður en rafbók er keypt.

Skrefin að Rafbókahillunni

Hér er hlekkur á forrit/app sem heitir Bookshelf og er frá Vital Source – Þú þarft að ná í bækurnar þínar í gegnum þetta forrit til að hafa aðgang að þeim lengur en 1 ár.

Það þarf að búa til aðgang inn á Vital Source til þess að geta hlaðið niður rafbókunum í Bookshelf forritið – Mikilvægt er að nota sama netfang og notað var til að kaupa rafbókina.

Undir „Mínar rafbækur“ inn á heimsasvæðinu þínu getur þú fundið lista yfir allar rafbækurnar sem verslaðar hafa verið hjá okkur.

Til þess að sækja rafbókina inn í Bookshelf þarf að fara inn á “Mínar rafbækur” og ýta á hnappinn “Sækja bók”. Bókin opnast þá í vefútgáfu Bookshelf forritsins og vistast jafn óðum inn í forritinu sjálfu.