Katrin Ottarsdóttir er færeyskur kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. 43 smámunir er fyrsta verkið eftir hana sem út kemur á íslensku og er þýðandi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Í gáskafullum og nýstárlegum örsögum bregður hún upp litríkum myndum og sýnir lesandanum inn í sálarlíf margra ólíkra persóna.
Friðrik Snær Friðriksson gaf bókinni fjórar stjörnur í dómi í Lestarklefanum og sagði meðal annars: „43 smámunir er einstaklega fjölbreyttur og hressandi lestur. Sögurnar eru sumar ljóðrænar, aðrar raunsæjar og allflestar eru með sitt einstaka andrúmsloft. Það er í raun ótrúlegt hvað Katrinu tekst vel til að skapa heilan söguheim og þrívíðar persónur í svo fáum orðum.“
43 Smámunir
2.995 kr.
Ekki til á lager