John Marsden er ástralskur kennari, rithöfundur og skólastjóri. Honum fannst mikil þörf vera á bókum sem höfðuðu til unglingsstráka og ákvað því að skrifa Á morgun-seríuna.Tilgangur bókanna er að ýta undir lestraráhuga, lesskilning og orðaforða.
Ellie og vinir hennar fara í útilegu, djúpt ofan í gilinu Víti. Þegar þausnúa aftur heim hefur óvinaher ráðist inn í landið og fjölskyldur þeirra eru horfnar. Vinahópurinn þarf að taka erfiða ákvörðun: Þau geta flúið aftur upp í fjöllin eða gefist upp. Eða barist á móti.
Þar sem tilgangurinn er að ná til þeirra sem eiga erfiðara með að lesa var þess gætt að hafa letur stórt og línubil rúmt. Bókin er 369bls. en fljótlesin. Inn á milli leynast tilvitnanir og ljóð sem gera lýsingar áhrifameiri. Á morgun-serían er margverðlaunuð og er vinsælasti bókaflokkur sem skrifaður hefur verið fyrir unglinga og ungmenni í Ástralíu.