Hvaða mannverur fá að vera til?
Hvaða bækur? Hvaða orð fá að dafna?
Áður en ég breytist er svaðilför
í ljóðum þar sem höfundurinn keppist
við að bjarga minningum.
Þessi eindæma músa má ekki hverfa.
Stúlka, kona, menntagyðja óttast mest
af öllu að vera grafin meðan hún dregur
enn andann. En sama gerist þegar
jarðarfólki er ekki leyft að lifa heldur
aðeins að láta sig dreyma.