Davíð Hjálmar Haraldsson er löngu orðinn landsþekktur fyrir kveðskap sinn. Hann bregður fyrir sig fjölmörgum bragarháttum, sumum ótrúlega flóknum og erfiðum. Aldrei verður þess þó vart að hinar ströngu reglur hefti hann í því sem hann vill segja. Þvert á móti er eins og snúnir og erfiðir bragarhættir lyfti honum svolítið, merkingin verður ljós, boðskapurinn er á sínum stað og ljóðið skilar fyllilega því sem ætlast er til.
Áttunda Davíðsbók – ljóð
4.295 kr.
Lítið magn á lager