Höfundar: Martin Widmark, Helena Willis myndir, Íris Baldursdóttir þýddi
Hver stelur eiginlega bókum?!? Það er nú síðasta sort.
Karen bókavörður er gersamlega miður sín og leitar til lögreglunnar. Verðmætar bækur hafa horfið úr Bókasafni Víkurbæjar, þrátt fyrir öfluga þjófavörn. Hvernig í ósköpunum fer þjófurinn að?
Lalli og Maja fylgjast með fastagestum bókasafnsins. Fljótlega kemur í ljós að öll virðast þau hafa eitthvað að fela.
Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel fyrir krakka sem þurfa að æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á aldrinum 6–10 ára lesa Ráðgátubækur Martins Widmark aftur og aftur – og í hvaða röð sem er.
Íris Baldursdóttir þýddi.