Þýðandi Günther Jakobs
Það er fallegur sunnudagsmorgunn í dýragarðinum er fjörlegir tónar raska ró Alfreðs og Boga Péturs broddgaltar. Í ljós kemur að dýrin hafa klætt sig í gervi þess dýrs sem þau langar mest til að vera svo að í dýragarðinum er nú fullt af nýjum og stórfurðulegum dýrum.
Hvað eru fílaffi, flóðingói og páfgæs?
Alfreð og Bogi Pétur þurfa nú að geta upp á hvaða dýr leynast bak við búningana.
Hér koma fyrir sömu persónur og í bókinni “Tannburstunardagurinn mikli.”