Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
-hver eru tröf þeirra.
Í þessari bók er að finna mörg af ástsælustu ljóðum Hannesar Péturssonar sem sjálfur hefur sett saman þetta úrval. Ljóðin eru ættuð úr Skagafirði, æskuslóðum hans, „ýmist rótföst eða teygja þangað sprota eða rótaranga“, segir umsjónarmaður útgáfunnar, Sölvi Sveinsson, í eftirmála en hann ritar jafnframt um einstök ljóð og kveikjur þeirra.