Jack Reacher er staddur í smábæ í Wisconsin og rekur augun í hring í glugga á veðlánarabúð –– hring sem er merktur herskólanum í West Point 2005. Hann hefur tilheyrt konu og upphafsstafir hennar eru grafnir í hann. Hvað fékk konuna til að láta af hendi hring sem hlýtur að hafa verið henni dýrmætur? Reacher ákveður að komast að því. Þar með hefst örlagarík vegferð sem leiðir hann um rykuga malarvegi Miðvesturríkjanna og niðurnídd smáþorp á heimsenda, þar sem allir eiga leyndarmál og spurningum hans er ekki vel tekið –– vægast sagt.
Lee Child er einn vinsælasti spennusagnahöfundur veraldar og harðnaglinn Reacher á sér ótal aðdáendur. Dauðahliðið fór í fyrsta sæti á metsölulista New York Times eins og margar aðrar bækur Childs um þennan magnaða einfara.
JÓN HALLUR STEFÁNSSON þýddi
„Fullkomið dæmi um hæfileika höfundar … Þetta er ekki bara góð saga, þetta er saga sem hefur tilgang og boðskap.“ THE HUFFINGTON POST
„Eins og í öllum bókum Childs er frásögnin hröð, fléttan kemur manni stöðugt á óvart, persónurnar og samtölin eru sannfærandi og söguþráðurinn trúverðugur … Þetta er ein besta bókin í flokknum.“ THE WASHINGTON TIMES
„Gimsteinn.“ THE SUNDAY TIME