Þýðendur: Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir
„Ég segi það hreint út: Við lifum í miðju kerfi niðurlægingar, grimmdar og drápa, sem er fyllilega sambærilegt við allt það sem viðgekkst í Þriðja ríkinu, og gerir Þriðja ríkið beinlínis smátt í samanburði, að því leyti að okkar kerfi er óendanlegt, það endurnýjar sig sjálft og fæðir kanínur, rottur, fiðurfénað og búpening stöðugt inn þennan heim í þeim tilgangi að drepa þau.“
Nóbelsverðlaunahöfundurinn John Coetzee beitir hér aðferðum rithöfundarins til að nálgast eina flóknustu og erfiðustu spurningu samtímans: Hvers vegna ættum við að halda áfram að meðhöndla dýr eins og sálarlausar vélar, án tilfinninga, án hugsunar og án réttinda? Gunnar Theodór Eggertsson ritar inngang.