Herdís Magnea Hübner skráði
Auri Hinriksson á að baki stórbrotinn lífsferil en hún er hvað þekktust fyrir að hafa aðstoðað ættleidda einstaklinga frá Srí Lanka að finna líffræðilega foreldra og fjölskyldur sínar. Auri er fædd í Colombo í Srí Lanka árið 1942 en flutti fyrst til Ísafjarðar árið 1982 með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni, og fimm ára syni, Shiran.
Í ævisögunni, sem rituð er af Herdísi Magneu Hübner, segir Auri frá barnæsku sinni og uppvexti í Srí Lanka; vinnu fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem leiddi hjónin saman og frá lífi víða um lönd en auk Íslands og Srí Lanka, bjó fjölskyldan um tíma á Indlandi, Barein og í Íran. Þá er sjónarhorn Auriar, á íslenskt samfélag einstakt og gefur góða innsýn í líf konu af erlendum uppruna á Íslandi. Saga Auriar er áhugaverð og fróðleg frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki niðurrif og fordóma brjóta sig niður, heldur rís alltaf upp og blómstrar mitt í mótlætinu – eins og lótusblómið sem springur út og dafnar best í forarpytti.
Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar
7.995 kr.
Á lager