Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins – margslungið myndmál og beitta kímni – og sjónarhornið er í senn galsafengið og áleitið.
Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér ljóð, örsagnasöfn, leikrit og skáldsögur og er að auki reyndur pistlahöfundur. Verk hennar hafa birst á ýmsum tungumálum og fyrir þau hefur hún hlotið Fjöruverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Flaumgosar er tíunda ljóðabók hennar.