Í þessari frægu metsölubók hefur James Finn Garner endurskrifað sígildu ævintýrin fyrir meira upplýsta tíma – allt frá sambandi Mjallhvítar við sjö hávaxtarhamlaða karla og Rauðhettu, ömmu hennar og klæðskiptahneigða úlfsins, sem stofnuðu til annars konar heimilishalds sem byggðist á gagnkvæmri virðingu og samvinnu, til keisarans sem var ekki allsber heldur hlynntur klæðnektarvalfrelsi.
Ragnar Hauksson íslenskaði.