Þessi stutta en seiðmagnaða skáldsaga gerist á þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu. Atburðir, tími og sjónarhorn fléttast listilega saman, rétt einsog í óperu eftir Monteverdi, og skapa einstæða tilfinningu fyrir sögupersónum og sambandinu þeirra á milli. Gyrðir Elíasson islenskaði.
Grafreiturinn í Barnes
3.395 kr.
Lítið magn á lager