Þegar Blythe eignast dóttur er hún staðráðin í að veita henni alla þá ást og hlýju sem hún fór sjálf á mis við í bernsku. En í þreytuþokunni fyrstu mánuðina eftir fæðinguna sannfærist hún um að eitthvað sé afbrigðilegt við hegðun Violet litlu – hún sé ekki eins og önnur börn.
Eða er það hún sjálf sem eitthvað er að? Manninum hennar finnst hún vera ímyndunarveik og með tímanum fer hún að efast æ meira um dómgreind sína og geðheilsu. Er ættgengt að vera óhæf móðir?
Þegar annað barn fæðist líður henni þó öðruvísi og ástin kviknar strax. En óöryggið gagnvart Violet hverfur ekki; Blythe er alltaf á nálum um að eitthvað hræðilegt gerist. Daginn sem það gerist verður óbærilegur grunur að ískaldri vissu.
Grunur er mögnuð og taugatrekkjandi skáldsaga um martröð hverrar móður – að geta ekki elskað barnið sitt. Og um líðan konu sem enginn trúir.
Þessi fyrsta bók kanadíska rithöfundarins Ashley Audrain kom út í ársbyrjun 2021, sló strax í gegn og komst á fjölda metsölulista.
Ragna Sigurðardóttir þýðir.
„Nær manni strax á fyrstu blaðsíðu og heldur áfram á fleygiferð allt til enda.“ GOOD MORNING AMERICA
„Æsispennandi, hrollvekjandi … tekst að fanga þessi andartök sem virðast svo lítil en segja svo mikið um sambönd fólks.“ THE NEW YORK TIMES „… spennuþrungin og nöpur … óþægileg og ögrandi …“ THE WASHINGTON POST