Bókin Hæstiréttur og Háskóli Íslands er komin út!
Bókin er ritgerðarsafn á sviði réttarfars og inniheldur nítján ritrýndar fræðigreinar. Allar ritgerðirnar eru skrifaðar af núverandi eða fyrrverandi aðstoðarmönnum dómara við Hæstarétt Íslands.
Höfundar eru: Arnaldur Hjartarson (Skýrslugjöf vitna í sakamálum), Arnar Þór Jónsson (Réttarfar), Arnar Þór Stefánsson (Dómkröfur, um annað en greiðslu peninga, sem fullnægja má með aðför), Ásgerður Ragnarsdóttir (Sérfróðir meðdómsmenn), Ásmundur Helgason (Sönnunarmat í sakamálum), Ásta Kristjánsdóttir (Hugleiðingar um samsköttun og ábyrgð á skattgreiðslum), Benedikt Bogason (Um skýringu dómsúrlausn og dómsátta við aðför), Fanney Rós Þorsteinsdóttir (Aðild íslenska ríkisins – Hverjum skal stefna?), Gizur Bergsteinsson (Áfrýjun héraðsdóms í einkamáli til Landsréttar), Gunnar Páll Baldvinsson (Málsforrræðisregla einkamálaréttarfars á æðsta dómstigi), Halldóra Þorsteinsdóttir (Ne bis in idem og nýleg þróun mannréttindadómstóls Evrópu á skilyrðum 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu), Hilda Valdemarsdóttir (Um kröfulýsingar og hvernig krafa kann að falla niður gagnvart þrotabúi), Kristín Benediktsdóttir (Breytingar á kæruheimildum til Hæstaréttar), Margrét Einarsdóttir (Hvaða mál eru dæmd í Hæstarétti?), Símon Sigvaldason (Framlagðar bókanir í einkamáli), Skúli Magnússon (Utanréttarvottorð og sérfræðivitni sem sérfræðileg sönnunargögn), Teitur Már Sveinsson (Símahlustun og sambærileg úrræði), Valgerður Sólnes (Sönnunarfærsla í eignaréttarmálum) og Víðir Smári Petersen (Form- og efnisafbrigði við meðferð einkamála).