Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum Rómönsku-Ameríku alla 20. öldina, ekki síst í Mexíkó en þaðan koma margir af helstu rithöfundum þessa heimshluta. Í bókinni eru sextán smásögur eftir sextán höfunda og spanna tímabilið frá 1952 til 2009. Þær veita innsýn í hið fjölbreytta mannlíf í Mexíkó þar sem ólíkir menningarheimar og ólíkir tímar mætast.
Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang.