Þekktur leikari finnst myrtur í skóla. Hann hefur verið bundinn við stól í kennslustofu og skotinn með kindabyssu en með trúðahúfu á höfði. Á bak hans er heftað prófblað með spurningum um almenn þekkingaratriði og virðist hinn myrti hafa fengið falleinkunn.
Í kjölfarið finnast fleiri myrt með sama hætti – allt fólk sem er þekkt úr fjölmiðlum. Lögreglan leitar eftir upplýsingum en Sebastian Bergman, sálfræðingur lögreglunnar, veitir athygli innsendum, nafnlausum greinum í dagblöðum þar sem býsnast er yfir slakri almennri þekkingu hjá þeim sem virðast vera fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar.
Bækur Hjorths & Rosenfeldts um Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hin óhæfu er fimmta bókin í röðinni.
Snæbjörn Arngrímsson þýddi.