Eftir að Fía hættir með kærastanum og kynnist Söru gjörbreytist líf hennar. Fía, Inuk, Sara, Arnaq og Ivinnguaq eru öll í leit að ástinni og sjálfum sér. Við fylgjum einni persónu í hverjum kafla en sögur þeirra fléttast allar saman í ísköldum grænlenskum veruleika þar sem fordómar og fastheldni ráða ríkjum. Niviaq Korniliussen er fædd í Nuuk árið 1990. Hún hefur fengið einróma lof fyrir Homo Sapína sem var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015. Höfundurinn fékk svo Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir bók sína, Blomsterdalen.
Homo sapína
4.495 kr.
Ekki til á lager