Þegar gamalt glæsihýsi er rifið í bænum Norwich finnst beinagrind undir dyrunum, barnsbeinagrind sem á vantar höfuðið. Er um morð að ræða eða jafnvel einhvers konar fórn tengda fornum helgisiðum? Beinasérfræðingurinn dr. Ruth Galloway og Harry Nelson hjá rannsóknarlögreglunni taka höndum saman um rannsókn málsins.
Í húsinu var eitt sinn barnaheimili og Nelson rekur garnirnar úr kaþólskum presti sem veitti því forstöðu. Jú, vissulega höfðu tvö börn horfið sporlaust fjörutíu árum fyrr en málið vindur upp á sig á óvæntan hátt. Og það er þá sem einhver fer að beita illkvittnislegum hrekkjum til að fæla Ruth frá rannsókninni.
Janusarsteinninn er önnur bókin um dr. Ruth Galloway eftir metsöluhöfundinn margverðlaunaða Elly Griffiths. Sögur hennar eru afar vinsælar í Bretlandi og á Norðurlöndunum, enda ómótstæðileg blanda af óhugnanlegum ráðgátum og spennu, fornleifafræði, húmor og stórkostlegum persónum.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.